New York lagði Phoenix í maraþonleik 3. janúar 2006 11:15 Steve Nash og félagar þurftu að lúta í gras gegn New York í sannkölluðum maraþonleik í nótt NordicPhotos/GettyImages Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfuknattleik í nótt og þar bar hæst viðureign New York Knicks og Phoenix Suns, þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í þriðju framlengingu. New York hafði betur 140-133. New York hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og hefði með tapi verið með lélegastan árangur allra liða í deildinni. Phoenix hafði hinsvegar verið á útileikjaferðalagi og tapaði í nótt sínum fyrsta leik á ferðalaginu. Þetta var sömuleiðis annar leikur liðsins í röð sem fór í framlengingu. Shawn Marion skoraði 39 stig og hirti 14 fráköst , en stigaskorið var það hæsta á ferlinum hjá honum á þeim 60 mínútum sem hann spilaði í leiknum. Steve Nash skoraði 28 stig og gaf 22 stoðsendingar, sem er persónulegt met. Fjórir leikmenn þurftu að fara útaf með sex villur hjá Phoenix og segja má að það hafi gert útslagið fyrir liðið í restina. Stephon Marbury skoraði 32 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New York og skoraði meðal annars 7 stig í síðustu framlengingunni. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York, Eddy Curry var með 20 stig og 15 fráköst og David Lee var með 23 stig og 15 fráköst og hitti úr 10 af 11 skotum sínum í leiknum. Indiana Pacers voru án Jermaine O´Neal í viðureign sinni við Seattle Supersonics, en það kom ekki að sök því Indiana vann stórsigur 115-96. Fred Jones skoraði 26 stig fyrir Indiana, en Ray Allen var með 24 fyrir Seattle. New Orleans sigraði Charlotte 106-83. Nýliðinn Chris Paul skoraði 24 stig og gaf 11 stoðsendingar hjá New Orleans, en Brevin Knight skoraði 19 stig fyrir meiðslum hrjáð lið Charlotte. Chicago tapaði sjöunda leik sínum í röð þegar liðið lá fyrir Milwaukee 93-92. Michael Redd skoraði 29 stig fyrir Milwaukee, en Ben Gordon var með 28 stig hjá Chicago. Loks vann Denver góðan sigur á Boston 120-110. Paul Pierce skoraði 29 stig fyrir Boston, en Kenyon Martin skoraði 24 stig fyrir Denver.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Sjá meira