Sport

Kærður fyrir að gagnrýna dómara

Nelsen á yfir höfði sér leikbann vegna ummæla sinna um dómarann Mark Halsey.
Nelsen á yfir höfði sér leikbann vegna ummæla sinna um dómarann Mark Halsey. NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ryan Nelsen hefur verið kærður af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir ummæli sín í garð Mark Halsey dómara í leik Blackburn og Everton þann 3. desember.

Nelsen þótti rautt spjald sem félagi hans í Blackburn Andy Todd fékk í leiknum vera afar strangur dómur, en sagðist ekki búast við öðru þegar Mark Halsey væri annars vegar.

"Honum virðist þykja gaman að reka leikmenn Blackburn af velli og því kom þetta manni ekki á óvart. Rauða spjaldið breytti klárlega gangi leiksins og það nákvæmlega sama var uppi á teningnum í leik okkar við Liverpool á dögunum, þar sem hann rak einn okkar af leikvelli fyrir lítið. Við sáum það á honum að hann vissi að hann hefði gert mistök, því hann hlustaði ekkert á okkur þegar við mótmæltum. Spjaldið sem Todd fékk var mjög strangur dómur," sagði Nelsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×