Sport

Arsenal saknar mín

Patrick Vieira getur ekki stillt sig um að bauna aðeins á sitt gamla félag á Englandi
Patrick Vieira getur ekki stillt sig um að bauna aðeins á sitt gamla félag á Englandi NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Patrick Vieira er ekki í nokkrum vafa um að gömlu félagar hans í Arsenal sakni hans, en þrátt fyrir orðróm á dögunum um að Vieira væri aftur á leið til Englands, segir sá franski að hann ætli sér að ljúka ferlinum hjá Juventus á Ítalíu.

"Ég vil nú ekki hljóma hrokafullur, en ég held að liðið hafi fundið illa fyrir því þegar ég fór. Liðið hefur í það minnsta átt erfitt uppdráttar á sálrænan hátt, en það er kannski vegna þess að menn skilja ekki af hverju ég ákvað að fara. Ég var allan tímann með það á hreinu hvað ég vildi gera og nú er ég á hátindi ferilsins og vil mjög líklega ljúka honum hjá Juventus," sagði Vieira í samtali við bresk blöð í gær.

"Ég fór frá Arsenal, því það var ekkert þar lengur til að örva mig. Nú er ég 29 ára gamall og á hátindi ferilsins líkamlega og tæknilega. Ég vildi spila fyrir félag sem gæti uppfyllt þann metnað sem ég hef sem knattspyrnumaður og þetta hef ég fundið hjá Juventus," sagði Vieira, en þar mun hann líklega eiga við draum sinn um að sigra í Meistaradeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×