Þýska úrvalsdeildarliðið Schalke tilkynnti í dag að aðstoðarþjálfari liðsins, Mirko Slomka, hefði verið gerður að nýjum aðalþjálfara liðsins eftir að Ralf Rangnick var rekinn á dögunum. Schalke er í fjórða sæti í þýsku úrvalsdeildinni, en þar á bæ eru kröfurnar miklar um árangur.
