Sport

Andy Johnson er ekki til sölu

Andy Johnson fer ekki fet ef marka má orð knattspyrnustjórans Ian Dowie
Andy Johnson fer ekki fet ef marka má orð knattspyrnustjórans Ian Dowie NordicPhotos/GettyImages

Forráðamenn Crystal Palace hafa enn eina ferðina séð ástæðu til að gefa út yfirlýsingu þess efnis að fyrrum landsliðsframherjinn Andy Johnson sé alls ekki til sölu. Johnson, sem fór á kostum með Palace í úrvalsdeildinni í fyrra þó liðið félli aftur í fyrstu deild, hefur verið mjög eftirsóttur af liðum í úrvalsdeildinni allar götur síðan Palace féll.

"Það er ekki fræðilegur möguleiki á því að Andy fari frá okkur í janúar. Við verðum að halda í bestu leikmenn okkar í vetur og Andy er svo sannarlega einn þeirra. Við verðum að halda lykilmönnum okkar ef við ætlum okkur upp í úrvalsdeildina aftur," sagði Ian Dowie, stjóri Palace, sem hefur unnið fjóra leiki í röð og þar af hefur Johnson skorað í tveimur síðustu leikjum liðsins. Hann hefur meðal annars verið orðaður við West Ham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×