Innlent

Flosi gefur kost á sér í fjórða sætið í Kópavogi

Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi. MYND/Pjetur

Flosi Eiríksson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs til tveggja kjörtímabila, hyggst gefa kost á sér í fjórða sæti á lista flokksins í prófkjöri fyrir bæjarstjórnarkosningar sem fram fer 4. febrúar næstkomandi. Flosi sagði í samtali við NFS að ástæðan fyrir því að hann gæfi kost á sér í fjórða sætið nú væri sú að Samfylkingin ætti nú þrjá menn í bæjarstjórn og hann vildi með þessu reyna að fjölga fullrúunum.

Hann vildi samt sem áður leiða áfram Samfylkinguna í Kópavogi úr því sæti ef hann næði inn í bæjarstjórn. Aðspurður hvort hann væri á leið í þingframboð á næsta ári sagði Flosi að hann hygðist nú einbeita sér að því að vinna kosningarnar í vor með Samfylkingunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×