Innlent

Mótmæltu í iðnaðarráðuneytinu

Ungmennin mótmæltu stóriðjustefnu stjórnvalda. Þessi mynd er frá framkvæmdum við Kárahnjúka.
Ungmennin mótmæltu stóriðjustefnu stjórnvalda. Þessi mynd er frá framkvæmdum við Kárahnjúka. MYND/Ómar R. Valdimarsson

Um fimmtán til tuttugu ungmenni tóku sér stöðu í iðnaðarráðuneytinu á fjórða tímanum til að mótmæla stóriðjustefnu stjórnvalda. Lögregla var kölluð til en þurfti ekki af hafa afskipti af unga fólkinu sem yfirgaf ráðuneytið þegar klukkan sló fjögur og dyrum þess var lokað.

Ungmennin sem tóku þátt í mótmælunum eru flest í kringum fimmtán ára aldur og höfðust við í ráðuneytinu í um hálfa klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×