Innlent

Skipan fjölmiðlanefndar í uppnámi

Menntamálaráðherra segir stjórnarandstöðuflokkana klofna og þess vegna óttast þátttöku í nefndinni.
Menntamálaráðherra segir stjórnarandstöðuflokkana klofna og þess vegna óttast þátttöku í nefndinni. MYND/Vilhelm

Menntamálaráðherra getur ekki skipað fulltrúa allra þingflokka í nýja fjölmiðlanefnd, sem á að semja drög að fjölmiðlalögum. Stjórnarandstaðan á Alþingi hefur sent ráðherra bréf, þar sem þess er krafist að málefni Ríkisútvarpsins verði rædd í nefndinni, en að öðrum kosti hyggst stjórnarandstaðan ekki tilnefna fulltrúa í hana.

Á Fréttavaktinni eftir hádegi í dag sagði menntamálaráðherra að stjórnarandstaðan væri klofin í málefnum fjölmiðla og óttaðist af þeim sökum að taka þátt í störfum nefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×