Sport

Bjartsýnn fyrir heimsmeistarakeppnina

Telur Englendinga vænlega til árangurs á HM
Telur Englendinga vænlega til árangurs á HM Nordic Photos/Getty Images
Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, er nokkuð bjarsýnn á gengi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi næsta sumar. Eriksson, sem er fyrrum þjálfari Benfica og Sampdoria, kom Englandi í fjórðungsúrslit á heimsmeistaramótinu í Japan og Suður-Kóreu fyrir tæplega fjórum árum. Telur hann að hægt sé að ná lengra í þetta skiptið. ,,Við höfum mun meiri reynslu, við erum tæknilega mun betri en þá og leikmennirnir eru á réttum aldri. Margir þeirra hafa spila áður á HM og einnig á Evrópumeistaramótum. Sjálfstraustið er mun meira nú en áður og leikmennirnir vita að þeir geta sigrað hvaða þjóð sem er. Ég er því mjög bjartsýnn á að við náum góðum arangri á mótinu" segir Eriksson sem er greinilega með mikið sjálfstraust þessa dagana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×