Innlent

Kvarta undan hærra raforkuverði

Iðnfyrirtæki kvarta sáran undan auknum raforkukostnaði og segja hann fæla framleiðslu úr landi. Iðnaðarráðherra vill þó meina að samkeppni á raforkumarkaði sé farin að skila sér í lægra raforkuverði.

Almenn iðnfyrirtæki í landinu kvarta mörg hver undan stórauknum raforkukostnaði frá því ný raforkulög tóku gildi í ársbyrjun 2005. Með nýju lögunum var innleidd samkeppni á raforkumarkaði en finnst því fulltrúum nokkurra fyrirtækja sem NFS hafði samband við undarlegt að með samkeppni aukist kostnaður þeirra.

Dæmi er um fyrirtæki sitt hafi borgað 50 prósent hærra verð fyrir raforku sumarið 2005 samanborið við sumarið 2004. Mest ku hækkunin vera á höfuðborgarsvæðinu. Við óbreytt ástand hafi framleiðslufyrirtækin fárra kosta völ. Það er að hækka verð á vörum sínum eða að hafa sig á brott til landa þar sem framleiðslukostnaður er minni en hér.

Bryndís Skúladóttir hjá Samtökum iðnaðarins segir að ástæðan fyrir hækkandi verði sé sú að stærri fyrirtæki hafi notið sérstakra taxta áður en þeir hafi eftir innleiðingu nýrra laga fallið út eða hækkað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×