Innlent

Halldór átti fund með eigendum DV

MYND/Stöð 2/NFS

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra átti fund með eigendum DV fyrir einhverju síðan þar sem hann tjáði þeim að ef hann væri eigandi að svona blaði þá myndi hann ekki sofa vært á næturnar, og vísaði þar í fréttaflutning blaðsins og framsetningu frétta. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu sem nú stendur yfir. Forsætisráðherra sagði einnig að honum finnist fráleitt að auðmenn kaupi fjölmiðla til að leggja þá niður, eins og greint var frá á dögunum að áform hafi verið uppi um í tengslum við DV og fréttaflutning blaðsins. Þá kom fram á fundinum að Kjaradómur er fyrsta mál á dagskrá Alþingis sem kemur saman á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×