Innlent

Alcan gerir ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum.
Álfyrirtækið Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, gerilr ekki ráð fyrir rafmagni frá Norðlingaölduveitu þótt álverið í Staumsvík verði stækkað. Halldór Ásgrímsson forsætisráðhera gerir ekki ráð fyrir að virkjað verði þar á næstu árum.

Halldór lýsti þessari skoðun sinni á mánaðalegum blaðamannafundi sínum í gær. Hann sagði að engin kaupandi væri kominn að því rafmagni sem ætti að framleiða í Norðlingaölduveitu og ólíklegt væri að farið yrði í framkvæmdir þar á næstu árum. Menn ættu að gefa sér góðan tíma til að fara yfir málið samkvæmt þeim leikreglum sem ákveðnar hafi verið en ekki útiloka neitt fyrir fram.

Í svari álfyrirtækisins Alcoa til Náttúruverndarsamtaka Íslands um fyrirhuguð orkukaup vegna stækkunar í Straumsvík kemur fram að það sem á vanti á orku frá jarðhitavirkjunum verði keypt frá Landsvirkjun og miðist við raforku úr þremur nýjum rennslislvirkjunum í Þjórsá sem þegar hafa farið í umhverfismat, en ekki við orku frá Norðlingaölduveitu.

Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, ætlar í dag að leggja til í borgarstjórn að fallið verði frá öllum virkjunaráformum í Þjórsárverum og þar með Norðlingaölduveitu. Hann segir að hann hafi þegar stuðning sex borgarfulltrúa við tillöguna og þurfi ekki nema einn fulltrúa frá annaðhvort Framsóknarflokknum eða Sjálfstæðisflokknum til þess að koma hugmyndinni í gegn

Þá hefur verið boðað til fundar með fulltrúum Landsvirkjunar og Gnúpverja í kvöld til að fara yfir málið, en Gnúpverjar hafa mikið með framtíð svæðisins að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×