Sport

Bardaga Castillo og Corrales frestað

Fyrsti bardagi Corrales og Castillo í fyrra var sannkölluð flugeldasýning og vildu hnefaleikasérfræðingarnir Bubbi og Ómar meina að þar hefði farið einhver besti bardagi sem þeir hefðu lýst síðan sjónvarpsstöðin Sýn hóf útsendingar frá boxinu
Fyrsti bardagi Corrales og Castillo í fyrra var sannkölluð flugeldasýning og vildu hnefaleikasérfræðingarnir Bubbi og Ómar meina að þar hefði farið einhver besti bardagi sem þeir hefðu lýst síðan sjónvarpsstöðin Sýn hóf útsendingar frá boxinu NordicPhotos/GettyImages

Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð.

Fyrsti bardagi þeirra félaga í maí á síðasta ári var bardagi ársins og er þegar orðinn sígildur, en þá sigraði Corrales á rothöggi í tíundu lotu eftir að hafa verið sleginn tvisvar niður í sömu lotu, sem sannarlega fer í sögubækurnar.

Þeir mættust svo aftur í haust, þar sem Castillo sigraði örugglega, en uppskar ekki belti fyrir sigurinn því hann náði ekki tilsettri þyngd fyrir bardagann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×