Sport

Ræddi við Sven-Göran

David O´Leary var ekki kátur þegar hann heyrði af því að Sven-Göran hefði sagt breskum fjölmiðlamönnum frá áformum sínum um að taka við liði Aston Villa
David O´Leary var ekki kátur þegar hann heyrði af því að Sven-Göran hefði sagt breskum fjölmiðlamönnum frá áformum sínum um að taka við liði Aston Villa NordicPhotos/GettyImages

David O´Leary hefur gefið það út í samtali við Sky-fréttastöðina að hann hafi hringt í Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englands, til að koma hlutunum á hreint eftir að sá sænski var leiddur í gildru af breskum blaðamönnum um síðustu helgi.

Eriksson lenti þar í enn einu hneykslinu í starfstíð sinni á Englandi og þar var lið Aston Villa í miðri umræðunni. "Þessu máli er lokið að minni hálfu. Ég talaði við Sven og ég sætti mig við það sem hann sagði. Ég á einnig góða vini hjá enska knattspyrnusambandinu og ég hef einnig rætt við þá. Þetta leiðindamál er nú úr sögunni og ég vil bara að menn einbeiti sér að því að horfa fram á við eftirleiðis," sagði O´Leary.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×