Sport

Cudicini framlengir hjá Chelsea

Cudicini og Hermann Hreiðarsson þurftu aðeins að ræða málin í leik liðanna í deildarbikarnum á dögunum Ítalinn stóð þá í marki Chelsea sem tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni.
Cudicini og Hermann Hreiðarsson þurftu aðeins að ræða málin í leik liðanna í deildarbikarnum á dögunum Ítalinn stóð þá í marki Chelsea sem tapaði leiknum í vítaspyrnukeppni.

Ítalski knattspyrnumarkvörðurinn Carlo Cudicini hefur skrifað undir nýjan samning við Chelsea sem gildir til ársins 2009. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart sérstaklega í ljósi þess að Ítalinn þykir einn besti markvörðurinn í enska boltanum og hefur aðeins fimm sinnum fengið að leika í vetur.

Cudicini sem er orðinn 32 ára gekk í raðir Chelsea árið 1999 og stefnir því á að fylla áratuginn á Stamford Bridge. Hann þurfti að láta eftir byrjunarliðssæti sitt til tékkneska landsliðsmarkvarðarins Petr Cech sem félagið festi kaup á fyrir síðasta tímabil. Gamli samningur Cudicini gilti til ársins 2008 og er því um eins árs framlengingu að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×