Sport

Mikil gleði í herbúðum Wigan

Paul Jewell hefur náð ótrúlegum árangri með Wigan í vetur
Paul Jewell hefur náð ótrúlegum árangri með Wigan í vetur NordicPhotos/GettyImages

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið sitt eigi það fyllilega skilið að vera komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir frækinn sigur á Arsenal í gærkvöldi.

"Við áttum skilið að komast áfram og ég er mjög ánægður fyrir hönd stórnarinnar og stuðningsmanna okkar. Við áttum fullt af tækifærum í leiknum og mér fannst sem við hefðum átt að fá nokkrar vítaspyrnur, en við erum Wigan og þeir eru Arsenal, þannig að maður getur líklega ekki búist við að fá þessa hluti," sagði Paul Jewell.

Stjórnarformaður félagsins, Dave Whelan, sem fótbrotnaði í úrslitaleiknum í enska bikarnum sem leikmaður árið 1960, sagði að sigurinn í gær hefði verið besta stund sín í knattspyrnunni síðan þá.

"Þetta var besti dagur sem ég hef upplifað síðan 1960. Við áttum að fá tvö hrein og klár víti í leiknum, en mér fannst við vera alveg jafn góðir og Arsenal. Þetta er sannarlega stór stund fyrir Paul og strákana í liðinu, þeir áttu þetta fyllilega skilið," sagði Whelan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×