Sport

Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme

Riquelme átti mjög erfitt uppdráttar þegar hann kom til Barcelona árið 2002, en hefur slegið í gegn eftir að hann kom til Villareal og er klárlega einhver skemmtilegasti leikstjórnandi heimsins í dag
Riquelme átti mjög erfitt uppdráttar þegar hann kom til Barcelona árið 2002, en hefur slegið í gegn eftir að hann kom til Villareal og er klárlega einhver skemmtilegasti leikstjórnandi heimsins í dag NordicPhotos/GettyImages

Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn.

"Það er sjaldgæft að sjá unga leikmenn halda fast í grundvallarhugmyndir sínar og halda sínu striki sama hvað á dynur, því auðvitað er þægilegra að gera bara nákvæmlega það sem þjálfarinn segir þér að gera. Riquelme er gott dæmi um þetta. Hann er uppreisnarseggur sem fer sínar eigin leiðir," sagði Pekerman, sem hyggst nota Riquelme sem lykilmann í liði sínu á HM í sumar.

"Riquelme hefur liðið fyrir að vera ekki nógu fljótur að mati þjálfara sem hafa verið með hann undir sinni stjórn og það er alveg hægt að láta menn hlaupa hraðar eða verjast betur, en það eina sem breytist ekki hjá leikmanninum er leikskilningur hans. Ég hef alltaf vitað að Riquelme ætti eftir að góður leikmaður, því hann hefur þennan leikskilning og hefur alltaf haldið sig við sitt á leikvellinum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×