Innlent

Hágæsluaðstaða fyrir börn til skoðunar

Mynd/GVA

 

 

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra sagði í dag, í svari við fyrirspurn Gunnars Örlygssonar, að fjöldi bráðveikra barna hefði aukist, að þörf þeirra fyrir þjónustu færi vaxandi og að börnin sem lægju á Barnaspítala Hringsins væru veikari en áður. Sagði hann hágæsluaðstöðu fyrir börn vera til skoðunar.

Gunnar Örlygsson hafði lagt fram fyrirspurn um Barnaspítala Hringsins, hvort ráðherrann hyggðist beita sér fyrir hágæsluaðstöðu þar fyrir lífshættulega hættuleg börn.

Ráðherra sagði að gert hafi verið ráð fyrir hágæsluaðstöðu í nýjum Barnaspítala Hringsins en þörf væri á auknum tækjabúnaði ef reka ætti slíka aðstöðu að staðaldri á spítalanum sem yrði dýrt.

Þá sagði ráðherrann að stjórnendur Landspítalans hefðu það til skoðunar með hvaða hætti mætti koma fyrir hágæsluaðstöðu á Barnaspítala Hringsins og ráðgert væri að tillögur þeirra bærust fljótlega til ráðherra. Að fengnum tillögum þeirra muni ráðherra taka ákvörðun um framhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×