Innlent

Landsbankinn hagnaðist um 25 milljarða í fyrra

Hagnaður Landsbanka Íslands í fyrra nærri tvöfaldaðist frá fyrra ári, úr 12,7 milljörðum króna í 25 milljarða. Í afkomutilkynningu frá bankanum kemur enn fremur fram að hreinar vaxtatekjur hafi numið 22,9 milljörðum króna samanborið við 14,7 milljarð króna á árinu 2004 og jukust þær um 56 prósent. Þá jukust tekjur af erlendri starfsemi um 7,6 milljarða króna og námu samtals 10,4 milljörðum króna. Heildareignir bankans nær tvöfölduðust á árinu og námu 1.405 milljörðum króna samanborið við 737 milljarða króna í lok árs 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×