Innlent

Segir áhrifahóp vilja ráða hver leiði lista

MYND/GVA

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamikill hópur innan flokksins vilji ráða því hverjir leiði lista Framsóknarflokksins í Reykjavík og hafi beitt sér hart í þeim efnum fyrir prófkjör sem fram fer í dag. Í grein sem Kristinn skrifar í Morgunblaðinu í dag segir hann að meðal þeirra sem tekið hafi upp þennan hátt séu formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ, framámaður í flokknum í Kópavogi og alþingismaður í Norðausturkjördæmi. Kristinn segir að allir aðstoðarmenn framsóknarráðherra hafi lýst yfir stuðningi við Björn Inga Hrafnsson, aðstoðarmann forsætisráðherra, sem sækist eftir fyrsta sæti í prófkjörinu í Reykjavík, og skýrari línur um pólitískan vilja æðstu manna flokksins sé ekki hægt að draga, enda sé það örugglega ætlunin af hálfu frambjóðandans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×