Innlent

Samið við þrjú félög

Ráðhúsið í Reykjavík
Ráðhúsið í Reykjavík MYND/Pjetur

Fulltrúar Reykjavíkurborgar gengu í gær frá samningum við þrjú stéttarfélög um breytingar og framlengingu á samningum félaganna við borgina. Félögin eru Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga og Útgarður.

Fyrra samkomulag félaganna þriggja við borgina var fellt. Nýi samningurinn gildir frá síðustu áramótum til 31. október 2008 og er kostnaðarauki borgarinnar á samningstímanum metinn á rúm tuttugu prósent auk þess sem samið er um 50 þúsund króna eingreiðslu og hækkun á desemberuppbót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×