Innlent

Græðandi á skipaskráningarkerfi

Íslenska ríkið fengi tvö hundruð milljónir í kassann, með því að taka upp skipaskráningarkerfi að færeyskri fyrirmynd. Þetta segir Kristján Möller alingismaður, -sem vill ekki bara bjarga íslenskri farmannastétt, -heldur nota féð til að styrkja strandsiglingar hér við land.

Til stendur að færa skráningu síðustu íslensku kaupskipaáhafnanna til Færeyja, eins og fram hefur komið í fréttum, - og margir telja þetta þýða útrýmingu íslensku farmannastéttarinnar. Nokkrir þingmenn vilja snúa vörn í sókn og slá tvær flugur í einu höggi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×