Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun 31. janúar 2006 13:02 Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikla þörf á frekari úrræðum. Á bilinu þrjú til fimm þúsund einstaklingar eru haldnir átröskunum á Íslandi í dag. Þar af eru 300 til 500 karlmenn. Stærsta hópinn mynda konur á aldrinum 13 til 30 ára en sjúklingum af báðum kynjum á aldrinum 30 til 50 ára fjölgar sem aldrei fyrr. Þetta hefur orðið ljóst á þeim tæpu fjórum árum sem forvarna- og fræðslusamtökin Spegillinn hafa starfað. Á morgun verður opnuð ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi. Þá standa vonir til þess að hægt verði að opna nýja dagdeild fyrir sex til átta átröskunarsjúklinga eftir mánuð. Aðstandendur Spegilsins segja að á sama tíma og ljóst sé að þessi skref séu mikil framför í meðferð og þjónustu við átröskunarsjúklinga og fjölskyldur þeirra, sé enn langt í land. Enn skorti á að íslensk stjórnvöld leggi sín lóð á vogarskálarnar til þess að berjast gegn þeim staðalímyndum sem skapaðar séu dag hvern í fjölmiðlum og hafi óeðlileg áhrif á börn, unglinga og fullorðna einstaklinga. Átraskanir draga 20 prósent þeirra sem þjást af þeim til dauða, leiti sjúklingurinn sér ekki hjálpar. Þeir sem leita sér hjálpar eru þó ekki hólpnir, þar sem rannsóknir sýna að 2-3 prósent þeirra sem eru í meðferð falla frá vegna sjúkdómsins. Af þeim sem fá viðeigandi meðferð í tæka tíð, ná 60 prósent sér að fullu. Viðkomandi einstaklingar ná þá að viðhalda heilbrigðri þyngd með því að borða hollan og fjölbreyttan mat, samhliða heilbrigðri hreyfingu. Þrátt fyrir að fá meðferð ná um 20 prósent átröskunarsjúkdóma sér aldrei að fullu. Þeir einstaklingar ná bata í stuttan tíma í senn en falla þó gjarnan aftur og aftur í gryfjur sjúkdómsins. Að lokum eru um 20 prósent átröskunarsjúklinga sem ná engum bata, þrátt fyrir að fá meðferð. Líf viðkomandi einstaklinga snýst þá um lítið annað en áhyggjur af mat og líkamsþyngd; sjúklingunum er hættara við að þjáðst af öðrum geðröskunum samhliða átröskuninni, s.s. þunglyndi. Að vinna bug á lystarstoli og lotugræðgi er sérstaklega erfitt, þar sem sjúklingarnir eru gjarnan í mikilli afneitun og hafna því alfarið að þeir séu þjáðir af alvarlegum geðsjúkdómum með stórhættulegum líkamlegum afleiðingum. Þetta hefur ekki hvað síst orðið sýnilegt undanfarin misseri þar sem mikil fjölgun hefur verið í umræðuhópum á netinu og í heimasíðum, þar sem átröskunarsjúklingar eru hvattir til þess að viðhalda sjúklegu ástandi sínu. Forsvarsmenn viðkomandi vefsíða og umræðuhópa telja sér og gestum viðkomandi svæða trú um að átraskanir séu ekki endilega sjúkdómur, heldur mun frekar lífsstíll sem hver og einn velur sér að fúsum og frjálsum vilja. Ekkert er meira fjarri sannleikanum. Heimasíða Spegilsins
Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira