Innlent

Nærri 900 hugmyndir bárust í Hallveigarbrunn

MYND/Vilhelm

Minni strætisvagnar, upphitaðir göngustígar, yfirbyggt Austurstræti og sérstakur dagur faðmlagsins er með þeirra 900 umhverfishugmynda sem bárust í svokallaðan Hallveigarbrunn sem umhverfissvið borgarinnar opnaði á heimasíðu sinni í tvær vikur í síðasta mánuði.

Markmiðið var að leita hugmynda hjá borgarbúum um ýmsa umhverfisþætti í borginni, þar á meðal notkun útivistarsvæða, landnýtingu og loftgæði. Á næstu vikum verða hugmyndirnar flokkaðar og greindar og þær sem reynast raunhæfar og skemmtilegar verða teknar með í stefnumótun á sjálfbæru samfélagi í borginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×