Innlent

Hvetja ráðherra til þess að falla frá styttingu náms

MYND/GVA

Þingflokkur Samfylkingarinnar skorar á menntamálaráðherra að falla frá tillögum sínum um styttingu náms í framhaldsskóla til stúdentsprófs. Í ályktun frá þingflokknum segir að komitillögurnar til framkvæmda skerðist nám í framhaldsskóla um 20prósentog verulega dragiúr fjölbreytni og sjálfstæði framhaldsskólanna.

Tillögurnar auk i miðstýringu í skólakerfinu og séu pólitísk ákvörðun um sparnað á tímum þegar þörf er á aukinni fjárfestingu í menntun. Þær séu settar fram í andstöðu við skólasamfélagið og muni því setja starfsemi framhaldsskólanna í uppnám.

Samfylkingin leggur áherslu á fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfi þannig að skólinn geti mætt þörfum ólíkra nemenda bæði hvað varðar námsval og hraða. Tillögur menntamálaráðherra vinna gegn þessu. Samkvæmt þeim eykst vægi kjarnagreina og val nemenda minnkar, vægi þriðja máls í stúdentsprófinu minnkar og raungreinakennsla skerðist. Veganesti íslenskra stúdenta verður minna en verið hefur og framhaldsskólinn skilar þeim verr undirbúnum undir háskólanám hér heima og erlendis. Fram hafa komið sannfærandi rök fyrir því að tillögurnar auki brottfall í framhaldsskólum í stað þess að draga úr því. Þegar þess er að auki gætt að íslenskir námsmenn útskrifast á sama aldri úr háskólum og ungt fólk á öðrum Norðurlöndum þá verður fátt eftir sem styður flausturslegar hugmyndir menntamálaráðherra um styttingu náms til stúdentsprófs," segir enn fremur í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×