Innlent

Ræða varnarmál í dag

F-15 orrustuþotur.
F-15 orrustuþotur.

Viðræður um varnarmál milli Íslands og Bandaríkjanna hefjast á nýjan leik í Washington í dag. Albert Jónsson sendiherra fer fyrir íslensku sendinefndinni, en Robert Loftus, sendiherra í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna leiðir viðræðurnar fyrir þeirra hönd.

Hvorki hefur tekist að ná í Albert, né aðstoðarmann utanríkisráðherra í morgun. Íslenska sendinefndin fór heim í fússi í október, áður en eiginlegar viðræður hófust. Ekkert hefur enn fengist gefið upp um viðræðurnar í dag, en eins og fyrri daginn verður skipting kostnaðar við rekstur varnarstöðvarinnar líklega aðalumræðuefni fundarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×