Innlent

Skipar verkefnisstjórn vegna búsetumála geðfatlaðra

MYND/E.Ól

Félagsmálaráðherra hefur skipað verkefnisstjórn sem falið er að hafa umsjón með uppbyggingu búsetuúrræða og þjónustu við geðfatlaða í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að verja milljarðikróna af söluandvirðiSímans til verkefnisins.

Fram kemur á vef félagsmálaráðuneytisins að m eð fjáraukalögum ársins 2005 h afi 200 milljónum af þessu fé verið ráðstafað í þágu þessa verkefnis. Á rið 2007 verð a 200 milljónir króna til viðbótar til ráðstöfunar en 300 milljónir króna hvort áranna 2008 og 2009. Að auki er gert ráð fyrir að Framkvæmdasjóður fatlaðra verji 500 milljónum króna til verkefnisins, þannig að alls verði 1.500 milljónum króna varið til uppbyggingar í þágu geðfatlaðra á tímabilinu.

Verkefnisstjórnina skipa: Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins sem jafnframt er formaður stjórnarinnar, Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra , Þór G. Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu , Sæunn Stefánsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Guðrún Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti.

Auk þess hefur verið skipaður sérstakur ráðgjafahópur vegna verkefnisins, en í honum eiga sæti fulltrúarnotenda, aðstandenda og fagaðila. Í honum eruRagnhildur Bragadóttir, tilnefnd af Hugarafli,Sveinn Magnússon, tilnefndur af Geðhjálp, Pétur Hauksson, tilnefndur af Geðverndarfélagi Íslands,Gunnhildur Bragadóttir, tilnefnd af Aðstandendahópi Geðhjálpar, ogHéðinn Unnsteinsson, notandi, skipaður af ráðherra án tilnefningar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×