Innlent

Segja Samfylkinguna hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. MYND/Gunnar V. Andrésson

Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn tóku höndum saman, á Alþingi, í gær, og sökuðu Samfylkinguna um að hafa stolið vinnu fjölmiðlahóps Alþingis. Þingmönnum var heitt í hamsi.

Það var Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sem hóf máls á því að frumvarp sem Mörður Árnason hefur lagt fram um fjölmiðlalög sé tekið beint úr tillögum fjölmiðlanefndar Alþingis og þótti honum það ekki merkileg vinnubrögð.

Og þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu komu í pontu hver af öðrum og furðuðu sig á þessum vinnubrögðum; Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, Kolbrún Halldórsdóttir, Vinstri Grænum og Guðlaugur Þ. Þórðarson, Sjálfstæðisflokknum.

Mörður Árnason svaraði og sagði að ekkert hefði verið reynt að fela það að við gerð frumvarpsins hefði verið notast við vinnu fjölmiðlanefndarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×