Innlent

Ágreiningur um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi

Ágreiningur er á milli sjávarútvegsráðherra og forsætisráðherra um það hvort leyfa eigi útlendingum að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra segir málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Það var Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sem hóf utandagskrárumræðu á Alþingi í morgun vegna yfirlýsinga Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra á fundi Viðskiptaráðs í gær um að endurskoða ætti lög sem takmarka fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi sem lið í að laða að erlent fjármagn.

Ögmundur innti Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra eftir afstöðu hans í málinu. Ráðherra sagði umræðuna ekki nýja af nálinni enhins vegar væri málið ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar.

Og afstaða ráðherrans sjálfs er skýr því hann sagðist vera í þeim hópi manna sem teldi að forræði auðlindarinnar ætti að vera áfram í höndum Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×