Innlent

Dagur fékk 47 prósent atkvæða

Úrslitanna var beðið með eftirvæntingu.
Úrslitanna var beðið með eftirvæntingu. MYND/Stefán

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi vann öruggan sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og fékk 47 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Í næstu sætum eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Björk Vilhelmsdóttir.

Það ríkti mikil spenna í Þróttheimum þar sem úrslita var beðið í prófkjöri Samfylkingar. Mikill aðsókn var á kjörstað undir lokin og dróst því að ljúka kjörfundi og birta fyrstu tölur. Úrslitin urðu hins vegar ljós strax þegar formaður kjörstjórnar las upp fyrstu tölur. Þá þegar varð ljóst að Dagur B. Eggertsson myndi leiða listann og að Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein yrðu að sætta sig við annað og þriðja sæti.

Í næstu sæti röðuðust svo þær Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, nýliðinn Oddný Sturludóttir og varaborgarfulltrúinn Sigrún Elsa Smáradóttir.

Sigurvegari kvöldsins, Dagur B. Eggertsson var hæstánægður með niðurstöðuna. Hann sagði listann óhemju vel skipaðan og að nú sameinuðust frambjóðendur um að landa sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×