Mikil endurnýjun í borgarstjórn 13. febrúar 2006 12:00 Frá fundi í borgarstjórn. MYND/Hari Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn. Línurnar eru teknar að skýrast fyrir borgarstjórnarkosningar í maí. Nú liggur fyrir hverjir leiða lista flokkanna sem verða í framboði og miðað við skoðanakannanir að undanförnu er mikilla breytinga að vænta í borgarstjórn. Reyndar svo mikilla að átta nýir borgarfulltrúar gætu tekið sæti í fimmtán manna borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt nýjustu könnunum Félagsvísindastofnunar og Heims. Samkvæmt því héldu þrír núverandi borgarfulltrúar flokksins sæti sínu en fimm kæmu nýir inn. Það eru varaborgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, og nýliðarnir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sif Sigfúsdóttir. Það yrði líka endurnýjun hjá Samfylkingunni sem fengi nýliðann Oddnýju Sturludóttur og varaborgarfulltrúann Sigrúnu Elsu Smáradóttur í borgarstjórn auk þess sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sem var áður í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur gengið til liðs við Samfylkinguna sem óháður frambjóðandi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi einn borgarfulltrúa samkvæmt nýjustu könnunum. Oddviti þeirra er nýliðinn Svandís Svavarsdóttir. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn fengi borgarfulltrúa samkvæmt könnunum að undanförnu. Verði breyting þar á gæti nýliðinn Björn Ingi Hrafnsson sem leiðir lista Framsóknarmanna, eða Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, unnið sér sæti í borgarstjórn. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Útlit er fyrir mikla endurnýjun í borgarstjórn eftir kosningarnar í vor. Miðað við uppröðun á lista og niðurstöður skoðanakannana að undanförnu má búast við að átta af fimmtán borgarfulltrúum komi nýir inn. Línurnar eru teknar að skýrast fyrir borgarstjórnarkosningar í maí. Nú liggur fyrir hverjir leiða lista flokkanna sem verða í framboði og miðað við skoðanakannanir að undanförnu er mikilla breytinga að vænta í borgarstjórn. Reyndar svo mikilla að átta nýir borgarfulltrúar gætu tekið sæti í fimmtán manna borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn fengi átta borgarfulltrúa samkvæmt nýjustu könnunum Félagsvísindastofnunar og Heims. Samkvæmt því héldu þrír núverandi borgarfulltrúar flokksins sæti sínu en fimm kæmu nýir inn. Það eru varaborgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrum borgarfulltrúi, og nýliðarnir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Sif Sigfúsdóttir. Það yrði líka endurnýjun hjá Samfylkingunni sem fengi nýliðann Oddnýju Sturludóttur og varaborgarfulltrúann Sigrúnu Elsu Smáradóttur í borgarstjórn auk þess sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sem var áður í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði hefur gengið til liðs við Samfylkinguna sem óháður frambjóðandi. Vinstrihreyfingin - grænt framboð fengi einn borgarfulltrúa samkvæmt nýjustu könnunum. Oddviti þeirra er nýliðinn Svandís Svavarsdóttir. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndi flokkurinn fengi borgarfulltrúa samkvæmt könnunum að undanförnu. Verði breyting þar á gæti nýliðinn Björn Ingi Hrafnsson sem leiðir lista Framsóknarmanna, eða Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, unnið sér sæti í borgarstjórn.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira