Innlent

Bæjarstjóri ræði við hlutaðeigandi vegna sjúkraflugs

Frá Vestmannaeyjum.
Frá Vestmannaeyjum. Mynd/Vísir

Bæjarstjóra Vestmannaeyja hefur verið falið að ræða við hlutaðeigandi aðila um framtíðarfyrirkomulag sjúkraflugs frá Eyjum eftir atvik í fyrrakvöld þar sem sjúkraflugvél var ekki til taks til að flytja veikt barn til Reykjavíkur. Þetta var ákveðið á aukafundi bæjarráðs sem haldinn var í morgun og greint er frá á vefnum Suðurland.is. Í ályktun sem samþykkt var á fundinum kemur meðal annars fram að það sé ófrávíkjanleg krafa að að sjúkraflugvél sé ávallt til taks á Vestmannaeyjaflugvelli og að bæjarráð líti málið mjög alvarlegum augum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×