Innlent

Fyrsta heimasmíðaða út­varp landsins til sýnis

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Sigurður Harðarson við „gamla“ jeppann sinn, sem er til sýnis fyrir utan Samgöngusafnið í Skógum en Sigurður á heiður skilinn fyrir hvað hann sinnir safninu vel og er alltaf að koma með gamla muni í það til varðveislu, eins og útvarpið frá 1923.
Sigurður Harðarson við „gamla“ jeppann sinn, sem er til sýnis fyrir utan Samgöngusafnið í Skógum en Sigurður á heiður skilinn fyrir hvað hann sinnir safninu vel og er alltaf að koma með gamla muni í það til varðveislu, eins og útvarpið frá 1923. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fyrsta heimasmíðaða útvarpstæki landsins, sem smíðað var 1923 á Seyðisfirði vekur nú mikla athygli gesta á Samgöngusafninu á Skógum undir Eyjafjöllum.

Sigurður Harðarson, rafeindavirki á heiðurinn af því að útvarpið er nú komið á Samgöngusafnið þar sem gestir geta skoðað það og lesið sig til um sögu þess. Þorsteinn Gíslason, stöðvarstjóri á Seyðisfirði smíðaði útvarpstækið og nokkur samskonar í viðbót en hann var mikill áhugamaður um útvörp og útvarpssendingar.

„Hann smíðaði það allt saman, kassann og allt tengivirkið, eða bjó það til. Hann hefur flutt inn þessa íhluti sennilega frá Bretlandi og svo útbjó hann bara tækið og hannaði það sjálfur,” segir Sigurður.

Tækið er fjögurra lampa smíðað 1923 en Þorsteinn var með risa loftnet fyrir utan heimilið sitt þannig að allt næðist nú vel og heyrðist vel í tækinu.

„Og hérna stillir hann næmleikann eins og þegar við erum að stilla útvarpstæki og svo þegar hann hefur ætlað að hlusta á miðbylgjuna þá hefur hann þurft að skipta um spólur í sökklinum,” bætir Sigurður við.

Útvarpstækið vekur alltaf mikla athygli á safninu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En virkar útvarpið?

„Nei, við höfum ekki reynt að láta það virka.”

En af hverju heldur þú að Þorsteinn hafi farið að smíða útvörp, var hann svona forvitinn og vildi vita hvað væri að gerast í heiminum eða hvað?

Helstu upplýsingar um útvarpið.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Þú gast ekkert keypt útvörp, þau kostuðu bara eins og einbýlishús, þannig að hann bara smíðaði þetta út af því, gerði þetta miklu ódýrara,” segir Sigurður.

Teikning af tækinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Heimasíða safnsins




Fleiri fréttir

Sjá meira


×