Dómararnir á Englandi eru skelfilegir 17. febrúar 2006 16:50 Dennis Rodman er samur við sig. Hann hyggur á endurkomu í NBA, en ætlar að koma við á súlustað í London áður en hann snýr heim til Bandaríkjanna NordicPhotos/GettyImages Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman. Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira
Dennis Rodman lék í gærkvöld sinn síðasta leik fyrir lið Brighton Bears í ensku úrvalsdeildinni í körfubolta þegar liðið burstaði London Towers 103-84. Rodman hafði sitt að segja um veru sína á Englandi, enda ekki vanur að liggja á skoðunum sínum. "Það gæti vel komið til greina að koma aftur til Englands að spila, en ég er reyndar mjög önnum kafinn núna," sagði Rodman. "Menn vilja fá mig í Japan og í Þýskalandi, en ef menn hafa áhuga á að vinna titil hérna kemur vel til greina að koma aftur." Rodman sagði allt annað að spila á Englandi en í NBA deildinni, en var ekki hrifinn af dómgæslunni í leikjunum sem hann spilaði. "Leikmennirnir voru ágætir, þó þetta sé kannski eins og að spila í neðri deildum í Bandaríkjunum, en dómgæslan var brandari. Ég var farinn að halda að þessir dómarar hefðu verið flugvallarstarfsmenn sem hefðu laumað sér í dómarabúninga. Þetta var skelfilegt og ég held að deildin líði fyrir lélega dómara. Maður getur þó lítið gert annað en að hlæja að þeim." Hinn fimmfaldi NBA meistari var nokkuð bólginn á hné eftir átökin í gær, en hann heldur því statt og stöðugt fram að lið Portland og Toronto hafi boðið sér í æfingabúðir. Rodman hefur mikinn áhuga á að komast aftur í NBA þó hann sé að verða 45 ára gamall. "Ég er með betra sigurhlutfall heldur en Michael Jordan og Larry Bird, þannig að ég held að ef líkaminn leyfir geti ég alveg spilað - fólk mun halda áfram að vilja sjá mig spila," sagði Rodman, sem skellti sér að sjálfssögðu út á lífið á Englandi. "Jú, ég fór aðeins út á lífið, en ég fékk ekki að gera neitt skemmtilegt í Birmingham, þannig að ég get ekki beðið eftir að komast til London þar sem ég ætla að skella mér á súlustað. Ég verð að koma þar við og hitta liðið þar, sem var mjög vingjarnlegt þegar ég kom þangað síðast - enda ættu þeir að borga mér fyrir að koma þangað á miðað við þá peninga sem ég eyddi hjá þeim," sagði Rodman.
Erlendar Íþróttir Körfubolti Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Í beinni: Keflavík - Haukar | Stórleikur í Sláturhúsinu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Frábær leikur Andra dugði ekki til Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Píla festist í fæti keppanda Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Welbeck skaut Brighton áfram Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli FH-ingar bikarmeistarar og Erna Sóley með mótsmet Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Dagskráin í dag: Spennandi leikir á Englandi, stórleikur í NBA og íslenskur körfubolti Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ Sjá meira