Sport

Vill enga aðstoð á HM

Sven Göran Eriksson
Sven Göran Eriksson NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES

Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Englendinga vill ekki sjá neinn með sér á Heimsmeistaramótinu í sumar en vangaveltur eru uppi um að sá sem tekur við Eriksson eftir mótið fái að aðstoða hann í sumar.

Eriksson mun hætta sem landsliðseinvaldur Englands eftir HM en hafin er leit að næsta stjóra sem flestir vilji að verði frá Englandi.

"Ég hef gert enska knattspyrnusambandinu það ljóst að ég vil ekki að tveir stjórar stýri enska landsliðinu á HM. Þetta er kannski mitt síðasta Heimsmeistaramót sem þjálfari og ég vil gera það á minn hátt," sagði Eriksson og bætti við að hann muni ekki koma nálægt því að hjálpa til við að velja nýjan stjóra fyrir England.

Fabio Capello hefur verið sterklega orðaður við starfið en enska knattspyrnusambandið neitaði því í gær að þeir væru búnir að bjóða ítalanum snjalla starfið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×