Sport

Völlurinn er ekki svo slæmur

Grasið á Stamford Bridge er ekki glæsilegt eftir miklar rigningar í London undanfarið
Grasið á Stamford Bridge er ekki glæsilegt eftir miklar rigningar í London undanfarið NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur boðið liði Barcelona að æfa á æfingasvæði Chelsea fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í stað þess að æfa á Stamford Bridge, því eins og áhorfendur Sýnar sáu um helgina, er völlurinn eitt moldarflag eftir miklar rigningar.

"Við höfum boðið Barcelona að æfa á æfingasvæði okkar ef þeim sýnist svo, en ég get sagt ykkur að völlurinn er ekki eins slæmur og menn gætu haldið. Þetta er eins og með fallegt fólk. Fallegt fólk getur verið algjörlega heilalaust, en svo er til fólk sem er ekki fallegt, en mjög gáfað - dálítið eins og vísindamenn. Þannig er því farið með völlinn okkar, hann lítur illa út, en boltinn rúllar ágætlega eftir honum," sagði Mourinho fræðilega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×