Alþingiskonur flytja Píkusögur í tilefni V-dagsins 21. febrúar 2006 16:24 MYND/Heiða Ekki fer mörgum sögum af því að kynfæri kvenna hafi mikið borið á góma í sölum Alþingis. Á þessu varð hins vegar breyting í dag þegar kynnt var fyrirhuguð uppsetning þingkvenna á leikritinu Píkusögum í tilefni V-dagsins. V-dagurinn svokallaði hefur verið haldinn árlega hér á landi undanfarin ár en hin alþjóðlegu V-dagssamtök voru stofnuð fyrir átta árum til að reyna að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim. Stofnun samtakanna kom til í tengslum við frumsýningar leikritsins Píkusögur sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir örfáum árum. Höfundurinn, Eve Ensler, byggði verkið á viðtölum við tvö hundruð konur en hún kom hingað til lands á V-deginum í fyrra. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna neð húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Í tilefni dagsins í ár þann 1. mars næstkomandi munu þingkonur landsins flytja verkið á stóra sviði Borgarleikhússins og ekki var annað að heyra á þeim í dag þegar sýningin var kynnt fjölmiðlum en að þær væru fullar tilhlökkunar. V-dagssamtökin segjast óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýni með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni. Lífið Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Ekki fer mörgum sögum af því að kynfæri kvenna hafi mikið borið á góma í sölum Alþingis. Á þessu varð hins vegar breyting í dag þegar kynnt var fyrirhuguð uppsetning þingkvenna á leikritinu Píkusögum í tilefni V-dagsins. V-dagurinn svokallaði hefur verið haldinn árlega hér á landi undanfarin ár en hin alþjóðlegu V-dagssamtök voru stofnuð fyrir átta árum til að reyna að binda endi á ofbeldi gegn konum um allan heim. Stofnun samtakanna kom til í tengslum við frumsýningar leikritsins Píkusögur sem sýnt var við miklar vinsældir í Borgarleikhúsinu fyrir örfáum árum. Höfundurinn, Eve Ensler, byggði verkið á viðtölum við tvö hundruð konur en hún kom hingað til lands á V-deginum í fyrra. Í leikritinu upphefur Eve kynferði og styrk kvenna neð húmor og einlægni, ásamt því að minna á það ofbeldi sem konur heimsins verða fyrir á hverjum degi. Í tilefni dagsins í ár þann 1. mars næstkomandi munu þingkonur landsins flytja verkið á stóra sviði Borgarleikhússins og ekki var annað að heyra á þeim í dag þegar sýningin var kynnt fjölmiðlum en að þær væru fullar tilhlökkunar. V-dagssamtökin segjast óendanlega þakklát fyrir velviljann og hugrekkið sem þingkonurnar sýni með því að taka þátt í þessu dýrmæta verkefni.
Lífið Menning Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira