Innlent

Afkoma Íslandsbanka sú besta í sögu bankans

MYND/Vísir

Afkoma Íslandsbanka á síðsta ári var sú besta í sögu bankans en hagnaður bankans nam nítján milljörðum króna. Bankinn hyggur á frekari útrás á þessu ári.

Hagnaður bankans jókst um 7 milljarða króna frá árinu 2004 og hagnaður var á öllum afkomusviðum bankans. Á síðasta ári var Noregur skilgreindur sem annar af heimamörkuðum bankans og fjárfesti bankinn þar fyrir um 40 milljarða króna. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir bankann hyggja á frekari fjárfestingar á erlendri grundu. Heilmikil vaxtatækifæri séu fyrir bankann í Bretlandi auk þess sem þeir hafi hug á að fara víðar í Skandinavíu.

Á aðalfundi bankans í dag var kosin ný stjórn. Þeir Hannes Smárason, forstjóri FL-Group, Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður FL-Group, Guðmundur Ólason og Edward Allen Holmes koma nýjir inn í stjórnina og skipa hana ásamt þeim Einari Sveinssyni, Karli Wernersyni og Jóni Snorrasyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×