Sport

Barcelona í vænlegri stöðu

Eiður Smári hughreystir hér félaga sinn Asier del Horno sem var rekinn af leikvelli í kvöld
Eiður Smári hughreystir hér félaga sinn Asier del Horno sem var rekinn af leikvelli í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Spænsku meistararnir í Barcelona eru komnir í draumastöðu í einvígi sínu við Chelsea eftir 2-1 sigur í fyrri leik liðanna á Stamford Bridge í kvöld. Það var Samuel Eto´o sem tryggði spænska liðinu sigurinn með marki á 80. mínútu, eftir að Thiago Motta og John Terry höfðu báðir skorað sjálfsmörk.

Ajax missti niður tveggja marka forskot gegn Inter Milan á heimavelli sínum og þurfti að sætta sig við 2-2 jafntefli. Það voru þeir Stankovic og Cruz sem skoruðu mörk ítalska liðsins í síðari hálfleik.

Rangers og Villareal skyldu sömuleiðis jöfn 2-2 í Glasgow. Riquelme kom gestunum yfir í leiknum, Lövenkrands jafnaði fyrir Rangers, en Diego Forlan kom spænska liðinu yfir aftur. Það var svo sjálfsmark frá Pena sem tryggði skoska liðinu stig í leiknum.

Werder Bremen vann frábæran sigur á Juventus 3-2, þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn með tveimur mörkum á síðustu þremur mínútunum. Schulz, Borowski og Micoud skoruðu fyrir þýska liðið, en Pavel Nedved og Patrick Viera skoruðu fyrir Juventus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×