Innlent

Þorgerður í stað Geirs til Indlands

MYND/Valgarður

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, fer í opinbera heimsókn til Indlands um helgina í stað Geirs H. Haarde, utanríkisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Þetta er af óviðráðanlegum ástæðumeftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Undirbúningur heimsóknarinnar, sem er í boði utanríkisráðherra Indlands, hefur staðið yfir um langt skeið í samráði við indversk stjórnvöld, en fyrirhugaðir eru fundir með indverskum ráðamönnum og einnig mun ráðherra opna nýtt sendiráð Íslands í Nýju-Delí. Með í för er viðskiptasendinefnd skipuð fulltrúum 23 íslenskra fyrirtækja, en Útflutningsráð Íslands hefur í samvinnu við utanríkisráðuneytið skipulagt viðskiptaráðstefnur og tvíhliða fundi indverskra og íslenskra fyrirtækja í Nýjuö-Delí, Mumbai og Bangalore.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×