Sport

Við þurfum ekki Ronaldinho

Þeir Eiður Smári, Lampard og Terry verða að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir tækifæri til að vinna Meistaradeildina
Þeir Eiður Smári, Lampard og Terry verða að bíða að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir tækifæri til að vinna Meistaradeildina NordicPhotos/GettyImages

John Terry og Frank Lampard hjá Chelsea segja að Chelsea þurfi ekki leikmenn eins og Ronaldinho til að vinna Meistaradeildina og benda á að Chelsea hafi í sínum röðum leikmenn sem geta breytt gangi leiksins upp á eigin spýtur með einstaklingsframtaki.

"Munurinn á þessum liðum er lítill og kannski er það oft snilli leikmanna eins og Ronaldinho sem gerir gæfumuninn eins og í gær. Hann er hinsvegar leikmaður sem getur gert svona hluti í hvaða leik sem er og við höfum nú sjálfir leikmenn sem geta þetta líka. Viðureign okkar í ár var mjög jöfn og spennandi rétt eins og í fyrra og ég held að Chelsea og Barcelona séu klárlega tvö af betri liðum Evrópu," sagði Frank Lampard.

"Mér finnst ósanngjarnt að segja að við þurfum að kaupa leikmenn eins og Ronaldinho sem geta gert gæfumuninn í hvaða leik sem er, því við höfum þegar slíka leikmenn í hópnum. Menn eins og Arjen Robben, Damien Duff og Joe Cole eru allir svona leikmenn," sagði John Terry og viðurkenndi að tapið hefði fengið þungt á sig.

"Það er viðbúið að maður geti tapað þegar maður er að keppa við bestu lið heimsins í keppni eins og Meistaradeildinni, en við tökum því eins og hverju öðru hundsbiti. Við tækjum því alveg að mæta Barcelona aftur á næsta ári - hvort sem það er í 16-liða úrslitum eða úrslitaleik. Það er þetta sem fótboltinn snýst um," sagði Terry.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×