Innlent

Átak vegna geðfatlaðra skilar samfélaginu arði

Það átak sem gera á í búsetu- og stoðþjónustumálum geðfatlaðra á næstu árum munu skila samfélaginu arði ef stjónvöld standa sína sína pligt, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Hann segir að ekki dugi að taka til í búsetumálunum, styðja þurfi við bakið á geðfötluðum í samræmi vilja þeirra og getu en ekki forskrift embættismanna.

Ráðherrar heilbrigðis- og félagsmála kynntu á miðvikudag áfangaskýrslu um þjónustu við geðfatlaða. Þar kemur meðal annars fram að á árunum 2006-2010 sé ætlunin að verja um einum og hálfum milljarði til þess að kaupa og byggja íbúðir, íbúðakjarna og áfangaheimili fyrir geðfatlaða og tryggja þeim stoðþjónustu með það að markmiði að virkja þá frekar í samfélaginu og auka lífsgæði þeirra. Uppbyggingin er í höndum sérstakrar verkefnisstjórnar sem leita mun viðhorfa og hugmynda hjá notendunum sjálfum og aðstandendum þeirra. Þess vegna var meðal annars haldið sérstakt notendaþing í gær.

Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem kemur að vinnunni, segir áfangaskýrsluna í heildina góða og að verið sé að ganga í mál sem barist hafi verið fyrir í áratugi. Mikilvægt sé að hlusta á notendurna og aðstandendur þeirra en það dugi ekki eitt og sér að taka til í búsetumálum. Stoðþjónusta við geðfatlaða þurfi að vera í samræmi við þarfir þeirra og vilja en ekki forskrift fólks úti í bæ.

Aðspurður segist hann verða að trúa því að miklar breytingar verði á högum geðfatlaðra á næstu árum. Það komið þjóðfélaginu í heild til góða. Uppbyggingin komi til með að skila samfélaginu arði þegar fram líði stundir ef menn standi sína pligt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×