Innlent

Aðgerðaráætlun fyrir Langjökul

Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórarnir í Árnes-, Húnavatns- Borgarfjarðar og Mýrasýslum undirrituðu í gær aðgerðaráætlun fyrir Langjökul.

Tilgangur hennar er að gera allt leitar-og björgunarstarf markvissara með því að ákveða fyrirfram boðun björgunarsveita, ,stjórnun og leitarskipulag.

Samkomulagið er hið fyrsta sinnar tegundar en stefnt er að gerð viðlíka áætlana fyrir allt hálendið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×