Stoudemire sneri aftur 24. mars 2006 12:14 Amare Stoudemire hefur verið sárt saknað í Phoenix í allan vetur og ljóst að liðið verður ekki árennilegt þegar hann kemst í toppform á ný NordicPhotos/GettyImages Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira
Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Golden State vann ævintýralegan sigur á Dallas á útivelli í frábærum leik 122-121, þar sem Jason Richardson skoraði sigurkörfu Golden State með þriggja stiga skoti á hlaupum um leið og leiktíminn rann út. Richardson skoraði 40 stig í leiknum, en Dirk Nowitzki bætti reyndar um betur og skoraði 51 stig fyrir Dallas. Elsti leikmaður deildarinnar, Clifford Robinson, skoraði sigurkörfu New Jersey Nets í 86-82 sigri á Minnesota en þetta var sjöundi sigurleikur New Jersey í röð. Richard Jefferson og Vince Carter skoruðu 21 stig fyrir New Jersey, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota. Houston vann nauman útisigur á New Orleans 93-92. Rafer Alston og Yao Ming skoruðu 22 stig fyrir Houston en David West skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans, sem með þessu áframhaldi missir af sæti í úrslitakeppninni. Memphis vann mikilvægan sigur á keppinautum sínum LA Clippers 95-85 á heimavelli og færðist með sigrinum hálfum leik fram úr Clippers í stöðutöflunni. Eddie Jones skoraði 23 stig fyrir Memphis en Elton Brand skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst fyrir Clippers. Loks vann Washington góðan útisigur á Utah 109-97, þar sem liðið setti félagsmet með 16 þriggja stiga körfum. Gilbert Arenas skoraði 31 stig fyrir Washington og Antawn Jamison og Caron Butler skoruðu 27 stig hvor. Carlos Boozer skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Í beinni: Stjarnan - KR | Ætla beint aftur á toppinn Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Svarar æfum De Decker: „Verður að komast ofar á heimslistann“ Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Moyes hefur rætt við Everton Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Dagskráin: Körfuboltakvöld og enski bikarinn Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Sjá meira