Sport

Vilja breyta Meistaradeildinni

G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag.

David Gill, stjórnarformaður Manchester United sem er hluti af hópnum, neitaði fregnunum í dag. "Ég neita því í meginatriðum að Manchester United eða nokkurt lið í G-14 hópnum, sé að fara að stofna sína eigin deild. Við erum sáttir við UEFA hvað Meistaradeildina varðar, enda er þetta besta keppni í heimi," sagði Gill.

Gill viðurkenndi samt að hópurinn vildi breytingar á Meistaradeildinni. "Það sem við viljum gera er að endurskoða breytingarnar á Meistaradeildinni hjá UEFA. Það sem við viljum gera er að fjölga leikdögum úr þrettán í sautján, við vorum upp til hópa ekki ánægðir með breytingarnar fyrir þremur árum," sagði Gill.

Breytingarnar sem hann talar um er þegar milliriðlar Meistaradeildarinnar voru teknir út og farið var beint í útsláttarkeppni þegar sextán lið voru eftir í keppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×