Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins 27. mars 2006 14:29 Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða Katla Kötlufréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Alls komu um 870 manns til skráningar í fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins á Klaustri, Vík, Skógum, Hvolsvelli og Hellu eftir að hafa fengið boð um að yfirgefa heimili sín vegna yfirvofandi eldgoss í Kötlu. Um 1200-1300 íbúar voru innan rýmingarsvæðisins, og er þetta því um 70% hlutfall of íbúum sem létu skrá sig á fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins. Þetta er í fyrsta sinn sem viðbrögð við Kötlugosi eru æfð vegna flóðahættu úr vestanverðum Mýrdalsjökli en æfð hefur verið í nokkur skipti rýming vegna flóðs úr Mýrdalsjökli austanverðum allt frá árinu 1974. Sjálfboðaliðar úr deildum Rauða krossins í Vík, á Kirkjubæjarklaustri og í Rangárvallasýslu tóku virkan þátt í æfingunni, og sáu um að manna fjöldahjálparstöðvarnar. Starfsemin í fjöldahjálparstöðvum Rauða krossins er mikilvægur hlekkur í almannavörnum og er unnin samkvæmt neyðarvarnakerfi félagsins. Skráningargögn eru keyrð saman við íbúaskrár til að upplýsingar liggi fyrir um hverra er saknað svo hægt sé að veita viðeigandi aðstoð. Þá fara upplýsingar einnig til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 þangað sem vinir og vandamenn geta hringt og leitað fregna um afdrif ástvina sinna innan hættusvæðisins. "Samhæfing skiptir öllu máli í svona fjöldahjálparæfingu og það er nauðsynlegt að samræma allar áætlanir er varða viðbrögð við svona vá," sagði Herdís Sigurjónsdóttir, verkefnisstjóra neyðarvarna á landsskrifstofu Rauða kross Íslands og einn fulltrúa félagsins í Samhæfingarstöð. "Í kjölfarið verður unnið úr gögnum helgarinnar og sett fram heildstæð áætlun hvað snertir fjöldahjálparstöðvar með öllum deildum Rauða krossins á svæðinu." Flestir sem tóku þátt í æfingunni eru með fjöldahjálparstjóraréttindi og ganga því inn í verkefnin af þekkingu en geta einnig leiðbeint öðrum sjálfboðaliðum Rauða krossins sem koma til starfa í fjöldahjálparstöðvunum. HeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiðaHeiða
Katla Kötlufréttir Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira