Viðskipti erlent

Bjartsýni í Bandaríkjunum

Mynd/AFP

Bandaríkjamenn eru sagðir bjartsýnir um efnahag þjóðarinnar og hefur væntingavísitala neytenda ekki verið hærri í fjögur ár. Búist var við því að væntingavísitalan færi í 102 stig í þessum mánuði. Hækkunin nam hins vegar 4,5 punktum og endaði hún í 107,2 stigum. Í maí árið 2002 mældist væntingavísitalan í Bandaríkjunum 110,3 stig.

Í síðasta mánuði var væntingavísitalan í Bandaríkjunum 102,7 stig og hafði hún lækkað um 4,1 punkt frá því í janúar.

Bandarískir sérfræðingar um neytendamál segja niðurstöðurnar gleðiefni enda sé það merki um aukinn efnahagsbata í Bandaríkjunum. Flestir þeirra sem þátt tóku í könnun bandaríska neytendaráðsins um horfur í efnahagsmálum, eða 28,4 prósent, sögðu atvinnuleysi minnka á næstunni. Í síðustu könnun í febrúar sögðu 27,4 prósent atvinnuleysið minnka. Þá sögðu 20,7 prósent hins vegar að erfitt verði að finna vinnu á næstu mánuðum. Það er 0,5 prósentustigum fleiri en í síðustu könnun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×