Viðskipti innlent

Krónan styrktist

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Mynd/GVA

Gengi krónunnar hækkaði nokkuð eftir 0,75 prósenta stýrivaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Gengið hækkaði um rúmt prósent skömmu eftir hækkun bankans en hefur sveiflast nokkuð og styrktist um rúm 1,8 prósent þegar mest lét.

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni hafa lækkað í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar. Mest var lækkunin í KB banka og FL Group um klukkan 11:45 í morgun en gengi bréfa í fyrirtækjunum lækkaði um rúm 4 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×