Mál Guðjóns St. Marteinssonar héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur gegn íslenska ríkinu verður þingfest síðar í vikunni. Guðjón ákvað að höfða mál þegar úrskurður Kjaradóms um laun stjórnmála- og embættismanna var numinn úr gildi með lögum.
Í kröfugerð Guðjóns er þess krafist að hann fái laun greidd samkvæmt úrskurði Kjaradóms eins og hann var áður en hann var numinn úr gildi með lögum.
Enn er óvíst hver verða viðbrögð Dómarafélags Íslands við dóminum. Hjördís Hákonardóttir, formaður félagsins, sagði í morgun að það myndi ráðast af því hvernig stjórnvöld hygðust haga málum í framtíðinni.