Innlent

Sinnir ekki þing­störfum á næstunni

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ríkisstjórn, ríkisstjórnarfundur, Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Ríkisstjórn, ríkisstjórnarfundur, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Vísir/Vilhelm

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, mun ekki sinni þingstörfum á næstunni. Þetta kemur fram við upphaf nítjánda fundar Alþingis.

Ásthildur Lóa fékk lausn frá forseta Íslands í gær sem mennta- og barnamálaráðherra og tók Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins við.

Ásthildur sagði af sér sem ráðherra eftir að kom í ljós að þegar Ásthildur var rúmlega tvítug átti hún barn með um sautján ára pilti. Málið kom á borð forsætisráðuneytisins og lauk því svo að Ásthildur bað lausnar sem ráðherra.

Elín Íris Fanndal, varaþingmaður Flokks fólksins situr á þingi á meðan Ásthildur er frá störfum. 

Guðmundur Ingi var áður þingflokksformaður flokksins en Ragnar Þór Ingólfsson tekur nú við sem þingflokksformaður.

Einnig verða mannaskipti í nefndum þingsins. Kolbrún Áslaug Baldursdóttir tekur við stöðu Guðmundar Inga í velferðarnefnd og Sigurjón Þórðarson tekur við sæti í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×